fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Ekki viss hvort hann myndi semja við Sol Campbell fengi hann annað tækifæri til þess

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal var í ítarlegu viðtali við 11freunde á dögunum. Í viðtalinu er farið yfir feril Wenger sem knattspyrnustjóri.

Ein umdeildustu félagsskipti á knattspyrnustjóraferli Wenger hjá Arsenal áttu sér stað þegar að varnarmaðurinn Sol Campbell gekk til liðs við Arsenal frá erkifjendunum í Tottenham.

Forráðamönnum Arsenal tókst að halda félagsskiptunum leyndum alveg fram að blaðamannafundi þar sem Sol var tilkynntur sem leikmaður Arsenal. Það olli reiði, sérstaklega hjá stuðningsmönnum Tottenham.

„Ég vissi að félagsskiptin yrðu umdeild í Lundúnum, en ég var handviss um að ég vildi leikmanninn. Ég taldi að hann gæti yfirstigið mótlætið sem fylgdi félagsskiptunum. Þetta var auðvelt fyrir mig því allir vissu að ég hefði samið við góðan leikmann. Fyrir hann var þetta flóknara,“ sagði Wenger um félagsskipti Sol Campbell.

Leikmenn Arsenal á þessum tíma búuðu á Sol Campbell þegar hann mætti fyrst á æfingar með liðinu. Það var gert til þess að venja hann við því mótlæti sem hann gæti mætt frá stuðningsmönnum.

Sol fékk óblíðar móttökur í endurkomu sinni á White Hart Lane

„Þetta var stressandi tímabil fyrir Sol og hann átti seinna eftir að greina mér frá því hversu alvarlegt þetta var í raun og veru. Hann gat ekki farið á ákveðna staði í London án þess að vera áreittur af stuðningsmönnum Tottenham. Ef ég hefði vitað þetta fyrirfram er ég ekki viss um að ég hefði tekið þá ákvörðun að fá hann til Arsenal, “ sagði Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands