fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Markmið Þorsteins er að skrifa nýjan kafla í söguna – „Ég hefði ekki viljað vera í stöðu Arnars“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 13:59

Mynd - Sigtryggur Ar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu starfi og það er ástæða þess að ég tók það að mér,“ sagði Þorsteinn Halldórsson nýr landsliðsþjálfari kvenna. Hann var ráðinn til starfa í dag og mun stýra liðinu næstu tvö árin.

Jón Þór Hauksson kom liðinu inn á Evrópumótið á síðasta ári en sagði starfi sínu lausu eftir trúnaðarbrest við leikmennina. Þorsteinn hefur unnið gott starf með Breiðablik síðustu ár og gerðið liðið að Íslandsmeisturum í þrígang.

„Liðið er á góðum stað, ég hefði líka tekið starfið að mér ef það væri uppbygging að hefjast. Þetta er spennandi hópur og verður örugglega mjög gaman að starfa með þeim.“

Þorsteinn var á leið inn í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Breiðabliks þegar hann lét af störfum til að taka við landsliðinu. „Ég var ekki að leita að nýrri áskorun, ég leit á þetta þannig að kannski kemur þetta tækifæri ekki aftur. Mig langar að láta á þetta reyna og stökk á tækifærið. Svo kemur í ljós hvernig þetta gengur.“

„Ég hef trú á sjálfum mér, þjálfarar þurfa að hafa trú á sér alveg eins og íþróttamennirnir sjálfir. Ég hef fulla trú á sjálfum mér að ég geti gert góða hluti.“

Ljóst er að það kemur illa við Breiðablik að Þorsteinn láti af störfum á þessum tímapunkti árs, flestir bestu þjálfarar landsins eru í starfi.

„Þetta er ekki draumastaða fyrir þá, vonandi leysa þeir þetta fljótt og vel. Ég vel þakka þeim fyrir að hafa gert þetta svona, ég var samningsbundinn þar. Það var heiður að þeir skildu samþykkja þetta svona.“

Mynd – Sigtryggur Ar

Áskorunin að koma liðinu á EM:

Þorstein segir áskorunina fyrir sig vera að koam liðinu á HM, liðið er komið á EM 2022 en Þorsteinn setur stefnuna á HM 2023. „Stærsta áskorunin er að koma liðinu á HM, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af EM sætinu. Það er stærsta áskorunin að komast á HM, fókusinn á þessu ári fer í það. Við erum ekkert að hugsa um EM sem slíkt. Þetta eru auðvitað sérstakar aðstæður.“

Liðið er á leið inn á sitt fjórða Evrópumót í röð en engum íslenskum þjálfara hefur tekist að koma liðinu inn á Heimsmeistaramótið

„Leikmenn þurfa að hugsa um að standa sig vel til að vera í liðinu, þú þarft að spila vel hjá félagsliði til að komast í liðið. Leikmenn geta ekki hugsað um að standa sig á EM 2022. Við eigum að hugsa um undankeppni HM, hún er fyrst og við þurfum að standa okkur það til að vera klár í EM.“

Mynd – Sigtryggur Ari

Þorstein fær fjölda æfingaleikja áður en hann fer af stað í undankeppni HM. „Það er gott fyrir okkur, það hefði ekki verið draumurinn að fara beint í mótsleiki. Þetta verða vonandi sex til sjö leiki, við höfum ágætis tíma til að undirbúa liðið. Ég hefði ekki viljað vera í stöðu Arnars (Þórs Viðarsson, þjálfara karlalandsliðsins) sem fer beint í mótsleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu