fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þetta var það sem gerðist í raun og veru þegar allt sauð upp úr í gær – „Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 08:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gjörsamlega allt á suðupunkti á Ítalíu í gærkvöldi þegar nágrannaliðið AC Milan og Inter Milan áttust við í ítalska bikarnum.

Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku framherjarnir knáu áttu þá harða rimmu, þeir félagar léku saman hjá Manchester United en ástin var ekki mikil í fyrri hálfleik.

Nú hefur komið fram hvað þeir félagar sögðu við hvorn annan. „Farðu og gerðu voodoo dótið, litli asni,“ sagði Zlatan og vitnaði þá í umræðu sem kom upp eftir að Lukaku yfirgaf Everton og gekk í raðir Manchester United árið 2017.

Hann hafði þá tjáð forráðamönnum Everton það að hann hefði fengið skilaboð frá voodoo dúkku um að ganga í raðir Chelea. Hann gekk þó á endanum í raðir Manchester United.

Zlatan hefur verið sakaður um rasisma með orðum sínum en hann og forráðamenn hafna því alfarið.

Lukaku svaraði fyrir sig „Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína, tíkin þín“ sagði Lukaku.

Þá ku Zlatan hafa boðið Lukaku um 50 evrur fyrir hverja góða snertingu hans í leiknum, oft er rætt um að fyrsta snerting Lukaku sé slæmt.

Þegar þetta átti sér stað var staðan 1-0 fyrir Milan í leiknum, Lukaku jafnaði svo leikinn en skömmu síðar var Zlatan rekinn af velli. Inter vann svo leikinn með sigurmarki í uppbótartíma.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka

Chelsea gæti óvænt kallað leikmann til baka
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu