fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Jafntefli í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Tuchel – Jóhann Berg spilaði í sigri gegn Aston Villa

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg spilaði í 3-2 sigri Burnley á Aston Villa og Chelsea gerði markalaust jafntefli við Wolves í fyrsta leik sínum undir stjórn Thomas Tuchel.

Chelsea tók á móti Wolves á heimavelli sínum, Stamford Bridge í Lundúnum. Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn þjóðverjans Thomas Tuchel sem tók við liðinu af Frank Lampard.

Það er skemmst frá því að segja að ekkert mark var skorað í leiknum. Chelsea er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 30 stig. Wolves er í 13. sæti með 23 stig.

Burnley tók á móti Aston Villa á heimavelli sínum, Turf Moor. Jóhann Berg kom inn á 60. mínútu í liði Burnley.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir með marki á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Matt Targett. Þetta reyndist eina markið sem var skoraði í fyrri hálfleik.

Á 52. mínútu jafnaði Ben Mee, metin fyrir Burnley með marki eftir stoðsendingu frá Ashley Westwood.

Jack Grealish tók sig til og kom Aston Villa aftur yfir með marki á 68. mínútu en aðeins átta mínútum síðar var Dwight McNeil búinn að jafna leikinn fyrir Burnley.

Sigurmark leiksins kom á 79. mínútu. Þar var að verki Chris Wood sem tryggði Burnley stigin þrjú með marki eftir stoðsendingu frá Dwight McNeil.

Burnley er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 22 stig. Aston Villa er í 10. sæti með 29 stig.

Chelsea 0 – 0 Wolves 

Burnley 3 – 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins (’14)
1-1 Ben Mee (’52)
1-2 Jack Grealish (’68)
2-2 Dwight McNeil (’76)
3-2 Chris Wood (’79)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist