fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Celtic heiðraði minningu Jóhannesar með hjartnæmu myndbandi og mínútu þögn – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 19:48

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska meistaraliðið Celtic, heiðraði í kvöld minningu Jóhannesar Eðvaldssonar, fyrrverandi leikmanns félagsins sem lést á dögunum, 70 ára að aldri.

Félagið birti hjartnæmt myndband á samfélagsmiðlinum Twitter með klippum af ferli Jóhannesar með liðinu og fyrir leik liðsins gegn Hamilton í kvöld var haldin mínútu þögn til minningar um Jóhannes.

Jóhannes gekk til liðs við Celtic árið 1975. Hann spilaði í fimm farsæl ár með skoska stórliðinu. Hann skoraði 36 mörk á ferli sínum hjá Celtic í 188 leikjum og þótti afar fjölhæfur leikmaður sem gat leyst flestar stöður á knattspyrnuvellinum.

Hjá Celtic vann Jóhannes tvo Skotlandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Hann var vel liðinn hjá stuðningsmönnum félagsins og hlaut viðurnefnið ‘Big Shuggy.’

„Hvíldu í friði Jóhannes Eðvaldsson. Þú ert aldrei einn á ferð Shuggy,“ voru skilaboðin sem birtust með myndbandi Celtic á Twitter.

GettyImages
Einnig var Jozef Vengloš, fyrrverandi knattspyrnustjóra Celtic minnst / GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking
433Sport
Í gær

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Í gær

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“