fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 16:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley sem vann góðan sigur á Fulham. Þá vann Leicester, Brentford.

Fulham tók á móti Burnley á heimavelli sínum, Craven Cottage. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Burnley. Jay Rodriguez skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og lagði síðan upp þriðja mark leiksins fyrir Kevin Long.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem mætir annað hvort Bournemouth eða Crawley Town í næstu umferð keppninnar.

Þá vann Leicester City 3-1 útivallarsigur gegn B-deildar liðinu Brentford. Brentford komst yfir snemma leiks en mörk frá Cengiz Under, Youri Tielemans og James Maddison, sáu til þess að Leicester er komið áfram í næstu umferð keppninnar.

Þar mætir liðið Brighton á heimavelli.

Fulham 0 – 3 Burnley
0-1 Jay Rodriguez (’31)
0-2 Jay Rodriguez (’71, víti)
0-3 Kevin Long (’81)

Brentford 1 – 3 Leicester City 
1-0 Mads Bech Sörensen (‘6)
1-1 Cengiz Under (’46)
1-2 Youri Tielemans (’51, víti)
1-3 James Maddison (’71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“