fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 16:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley sem vann góðan sigur á Fulham. Þá vann Leicester, Brentford.

Fulham tók á móti Burnley á heimavelli sínum, Craven Cottage. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Burnley. Jay Rodriguez skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og lagði síðan upp þriðja mark leiksins fyrir Kevin Long.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem mætir annað hvort Bournemouth eða Crawley Town í næstu umferð keppninnar.

Þá vann Leicester City 3-1 útivallarsigur gegn B-deildar liðinu Brentford. Brentford komst yfir snemma leiks en mörk frá Cengiz Under, Youri Tielemans og James Maddison, sáu til þess að Leicester er komið áfram í næstu umferð keppninnar.

Þar mætir liðið Brighton á heimavelli.

Fulham 0 – 3 Burnley
0-1 Jay Rodriguez (’31)
0-2 Jay Rodriguez (’71, víti)
0-3 Kevin Long (’81)

Brentford 1 – 3 Leicester City 
1-0 Mads Bech Sörensen (‘6)
1-1 Cengiz Under (’46)
1-2 Youri Tielemans (’51, víti)
1-3 James Maddison (’71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe yfirgefur hópinn

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni
433Sport
Í gær

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust