fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Manchester United og Liverpool mætast í enska bikarnum á morgun – Rifjar upp þegar hann fór blóðugur af velli

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tekur á móti Liverpool í enska bikarnum á morgun. Liðin hafa oft eldað grátt silfur sín á milli og eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum verður fróðlegt að sjá hvernig leikur morgundagsins endar.

Hinn hávaxni Peter Crouch, fyrrverandi leikmaður Liverpool, rifjar upp í pistli á Daily Mail, þegar að hann tryggði Liverpool sigur á Manchester United í bikarnum árið 2006.

Í þeim leik var Crouch blóðgaður af Nemanja Vidic, varnarmanni Manchester United en skoraði einnig sigurmark leiksins og tryggði Liverpool áfram í næstu umferð keppninnar.

GettyImages

„Í hvert skipti sem ég horfi í spegilinn og sé örið sem fylgir mér eftir viðskipti mín við Vidic, fer ég að brosa,“ skrifar Crouch í pistlinum.

Crouch er á því að leikir Manchester United og Liverpool séu þeir stærstu í heiminum.

„Ég get fullvissað ykkur um að það skiptir ekki máli hvort leikvangurinn sé tómur eða ekki, þetta eru leikirnir sem skapa goðsagnir,“ skrifaði Crouch.

Leikur Manchester United og Liverpool fer fram á Old Trafford, heimavelli United og hefst klukkan 17:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla