fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

María Þórisdóttir til Manchester United – Fyrsti Íslendingurinn í herbúðum félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest kaup sín á Maríu Þórisdóttir sem kemur til félagsins frá Chelsea. Þessi norska landsliðskona á ættir sínar að rekja til Íslands.

Faðir Maríu er hinn íslenski handboltaþjálfari, Þórir Hergeirsson. María ólst upp í Noregi en hefði getað kosið að spila fyrir Ísland.

María er 27 ára gömul og er fyrsti Íslendingurinn til að ganga í raðir Manchester United.

María gerir samning til ársins 2023 við United með möguleika á auka ári. María hefur leiið 46 landsleiki fyrir Noreg.

„Ég er stolt af því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði María en liðið er á toppi deildarinnar, ásamt Chelsea þar sem María lék áður.

„Ég hef hrifist af því hvernig liðið hefur þróast á skömmum tíma og hef heyrt svo marga góða hluti um þjálfarann (Casey Stoney). Ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með henni. Ég er spennt fyrir því að kynnast liðsfélögum mínum. Framtíðin er björt hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir