fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Þakkaði Solskjær fyrir að hafa gefið sér hugrekki – Barðist við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Manchester United hringdi inn í símatíma útvarpsstöðvarinnar TalkSport á dögunum og lýsti því hvernig Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði hjálpað sér að glíma við erfiðar aðstæður.

„Ég hef átt erfitt mjög, mjög lengi, með andlega heilsu mína, kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Hef alltaf átt erfitt uppdráttar í lífinu og verið að glíma við djöfla. Manchester United og Andy’s Man Club, hafa hjálpað mér að snúa við mínu lífi. Ég vakna suma morgna vitandi það að United er að spila og verð góður,“ sagði Ryan við umsjónarmenn þáttarins Sports Bar á Talksport.

Andy’s Man Club, hópurinn sem Ryan nefndi, eru góðgerðasamtök sem voru stofnuð til minningar um Andy Roberts, sem tók líf sitt aðeins 23 ára að aldri. Samtökin hafa hjálpað Ryan mikið.

Þá vildi Ryan sérstaklega þakka Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra félagsins fyrir.

„Solskjær hefur gefið mér svo mikið hugrekki, það er ótrúlegt. Ég hef haft trú á honum frá fyrsta degi, ég er stoltur og ánægður með það hvernig hlutirnir eru að þróast hjá félaginu,“ sagði Ryan í þættinum Sports Bar.

Manchester United hefur heldur betur þurft að venjast öðru gengi en þegar að Sir Alex Ferguson, var knattspyrnustjóri liðsins. Liðinu hefur hins vegar gengið vel á tímabilinu og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Í gær

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“