fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Karólína Lea – „Ekki hægt að neita FC Bayern“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórliðið Bayern München hefur keypt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af Breiðabliki og hefur hún nú þegar hafið æfingar með sínu nýja liði. Karólína kom til Breiðabliks frá FH haustið 2017 og hefur síðan þá verið lykilmaður í Kópavoginum.

„Þegar svona stór klúbbur eins og FC Bayern hefur samband við mann þá er ekki hægt að neita því. Það hefur alltaf verið minn draumur að komast út í atvinnumennsku þannig ég er mjög stolt af sjálfri mér að upplifa drauminn,“ segir Karólína Lea um félagaskiptin.

Hún segist afar þakklát fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og finnur fyrir því að Bayern sé eins og ein stór fjölskylda sem gaman sé að verða hluti af. Móttökurnar hafi verið virkilega góðar, en Karólína er nú meidd á hné og fór strax í sérstaka meðhöndlun innan félagsins.

„Maður finnur strax þegar maður kemur inn á æfingasvæðið hversu stór klúbbur þetta er og ég mun þroskast mikið innan vallar sem utan í þessu umhverfi. Ég var strax sett í sérstaka meðhöndlun sem inniheldur aðeins meidda leikmenn. Ég er búin að æfa mikið síðan ég kom hingað út og mér líður mjög vel líkamlega og andlega.“

Karólína Lea varð Íslandsmeistari með Blikum árin 2018 og 2020 auk þess að verða bikarmeistari 2018. Hún hefur sannað sig sem einn besti leikmaður deildarinnar og undirstrikað það með því að festa sig í sessi í A-landsliðinu í síðustu leikjum.

„Það var stórt skref fyrir mig að fara frá mínu uppeldisfélagi yfir í Breiðablik en ég sé alls ekki eftir því. Þjálfunin, sjúkraþjálfunin og allt í kringum liðið er til fyrirmyndar og ég er svo þakklát fyrir minn tíma hjá félaginu. Auðvitað var geggjað að vinna leiki og titla en það sem stendur mest upp úr er klárlega fólkið í kringum Breiðablik. Ég eignaðist mínar bestu vinkonur og fékk að kynnast endalaust af yndislegu fólki og mér finnst það standa mest upp úr,“ segir Karólína Lea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var