fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Drinkwater varð fyrir aðkasti fylgjanda eftir vistaskipti til Tyrklands – „Hvar í ósköpunum fór ferillinn úrskeiðis?“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 21:23

Mynd: Heimasíða Kasimpasa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Drinkwater, fyrrverandi Englandsmeistari með Leicester City er genginn til liðs við tyrkneska liðið Kasimpasa á láni frá Chelsea.

Fljótlega eftir að hafa gengið frá vistaskiptum til Tyrklands, ákvað Drinkwater að efna til liðarins spurt og svarað, á samfélagsmiðlinum Instagram.

Einn fylgjandi leikmannsins sá leik á borði og spurði hann „hvar í ósköpunum fór ferillinn úrskeiðis?“

Drinkwater hefur án efa ekki verið ánægður með spurningu fylgjandans en svaraði með því að birta mynd af sér kyssa bikarinn sem Leicester lyfti eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á sínum tíma og skrifaði eftirfarandi spurningu, „fór úrskeiðis?“

Eftir góðan tíma hjá Leicester þar sem að Drinkwater spilaði 218 leiki, skoraði 15 mörk og gaf 23 stoðsendingar, hafa hlutirnir ekki alveg gengið upp hjá leikmanninum.

Hann hefur aðeins spilað 23 leiki fyrir Chelsea og hefur verið sendur á láni frá liðinu oftar en einu sinni og ekki tekist að heilla þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“