fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Spænski bikarinn: Niðurlæging Real Madrid algjör er liðið tapaði gegn C-deildar liði

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 22:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánarmeistarar Real Madrid, töpuðu í kvöld fyrir C-deildar liði Alcoyano í framlengdum leik í spænska bikarnum. Real Madrid er þar með dottið úr leik í bikarnum.

Eder Militao, kom Real Madrid yfir með marki eftir stoðsendingu frá Marcelo á 45. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 80. mínútu þegar að Jose Solbes, jafnaði metin fyrir Alcoyano.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni fékk Ramon Lopez, leikmaður Alcoyano að líta sitt annað gula spjald í leiknum og var þar með rekinn af velli með rautt spjald.

Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikmenn Alcoyano myndu finna sigurmark leiksins. Á 115. mínútu skoraði Juanan annað mark Alcoyano í leiknum og tryggði liðinu sigur.

Hreint út sagt ótrúleg úrslit sem þýða að Real Madrid er dottið úr leik í spænska bikarnum. Alcoyano heldur áfram í næstu umferð keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“