fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir reiðiskasti Heimis Hallgrímssonar í Katar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 09:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Arabi gerði í gær 1-1 jafntefli við Al Gharafa í katörsku úrvalsdeildinni. Það sauð á Heimi Hallgrímssyni, knattspyrnustjóra Al-Arabi eftir leik en jöfnunarmark Al Gharafa kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Heimir var ekki sáttur með ákvörðun dómarans.

Al Gharafa fékk vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Dómarinn taldi varnarmann Al Arabi hafa tæklað sóknarmann Al Gharafa en ekki náð til boltans, dómarinn skoðaði atvikið í VAR og dæmdi vítaspyrnu.

Eftir leik sauð á Heimi sem fór strax í heitar umræður við Jonathan Kodija, leikmann Al-Gharafa. Kodija sem áður lék með Aston Villa lét sig falla með tilþrifum í teignum, eitthvað sem Eyjamaðurinn átti erfitt með að sætta sig við.

Þeir rifust í skamma stund áður en gengið var á milli þeirra. Dómari leiksins gerði síðan tilraun til þess að þakka Heimi fyrir leikinn en Heimir hundsaði þá tilraun dómarans og labbaði framhjá honum.

Heimir og félagar hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum en liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum. Aron Einar Gunnarsson lék líkt og venjulega allan leikinn með Al-Arabi í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist