fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir reiðiskasti Heimis Hallgrímssonar í Katar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 09:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Arabi gerði í gær 1-1 jafntefli við Al Gharafa í katörsku úrvalsdeildinni. Það sauð á Heimi Hallgrímssyni, knattspyrnustjóra Al-Arabi eftir leik en jöfnunarmark Al Gharafa kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Heimir var ekki sáttur með ákvörðun dómarans.

Al Gharafa fékk vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Dómarinn taldi varnarmann Al Arabi hafa tæklað sóknarmann Al Gharafa en ekki náð til boltans, dómarinn skoðaði atvikið í VAR og dæmdi vítaspyrnu.

Eftir leik sauð á Heimi sem fór strax í heitar umræður við Jonathan Kodija, leikmann Al-Gharafa. Kodija sem áður lék með Aston Villa lét sig falla með tilþrifum í teignum, eitthvað sem Eyjamaðurinn átti erfitt með að sætta sig við.

Þeir rifust í skamma stund áður en gengið var á milli þeirra. Dómari leiksins gerði síðan tilraun til þess að þakka Heimi fyrir leikinn en Heimir hundsaði þá tilraun dómarans og labbaði framhjá honum.

Heimir og félagar hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum en liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum. Aron Einar Gunnarsson lék líkt og venjulega allan leikinn með Al-Arabi í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta