Mánudagur 01.mars 2021
433Sport

Segir UEFA vera að íhuga úrslitaviku í Meistaradeild Evrópu – Undanúrslit og úrslit í sömu borg

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 19:30

Bayern Munchen eru ríkjandi Evrópumeistarar / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen sagði í samtali við FCB.tv að Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) væri að skoða útfærslu á Meistaradeild Evrópu sem gerði það að verkum að undanúrslit og úrslitaleikur keppninnar færu fram í sömu viku og í sömu borg.

Svipað fyrirkomulag var á keppninni í fyrra sökum Covid-19 faraldursins þar sem lokahluti Meistaradeildar Evrópu fór fram í portúgölsku borginni Lisbon.

„Ofurskálin (Super Bowl) í Bandaríkjunum er gott dæmi um svipaða útfærslu, það hljómar vel í mín eyru,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen.

Rummenigge segir að uppfæra þurfi keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu. Riðlakeppnin sé „leiðinleg“ en einnig er verið að skoða breytt fyrirkomulag riðlakeppninnar innan UEFA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótanir á hótanir ofan um helgina – Segir Jón Kaldal framtakslausan: „Það má alveg kalla þetta hótun“

Hótanir á hótanir ofan um helgina – Segir Jón Kaldal framtakslausan: „Það má alveg kalla þetta hótun“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs
433Sport
Í gær

Auðveldur sigur Tottenham

Auðveldur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Manchester United missti af Håland vegna magnaðs misskilnings

Manchester United missti af Håland vegna magnaðs misskilnings
433Sport
Í gær

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann

United tilbúið að framlengja við meiðslapésann
433Sport
Í gær

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir

Tíu ríkustu eiginkonurnar – Hafa þénað hreint ótrúlegar upphæðir