fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Titringur á Íslandi fyrir sunnudeginum: Guðmundur finnur fyrir ógleði en Heiðar segir – „Game on bitches“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að titringur sé í samfélagi knattspyrnuáhugafólks fyrir komandi helgi, í fyrsta sinn um langt skeið eru erkifjendurnir Manchester United og Liverpool að berjast á toppi deildarinnar. Manchester United tyllti sér á toppinn í gær en Liverpool situr í öðru sæti deildarinnar, liðin mætast á sunnudag í vinsælustu íþrótt í heimi.

Á Íslandi eru stuðningsmenn þessara liða í miklum meirihluta og skynja má titring í hópi þeirra á samfélagsmiðlum. Eftir að Manchester United hafði um langt skeið haft yfirhöndina gegn erkifjendum sínum í Liverpool, hefur staðan breyst hratt á síðustu árum. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár á síðasta ári, á sama tíma hefur Manchester United verið í frjálsu falli eftir að Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013.

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi er stór hópur og á Facebook eru tæplega 17 þúsund fylgjendur af síðunni. Þar er fólk byrjað að pæla í stórleik sunnudagsins. Áhyggjurnar þar á bæ beinast aðallega að dómara leiksins, Paul Tierney. „Þađ hafa eflaust einhverjir veriđ límdir viđ leikinn hjá Burnley – Manchester United í gærkvöldi. Man United fóru á toppinn í gær eftir 0-1 sigur á Burnley. Þađ gerir leikinn um helgina en mikilvægari og ekkert nema 3 stig í bođi hjá okkur um helgina. Þađ hefur veriđ mikiđ tal á samfélagsmiđlum varđandi dómara leiksins um helgina gegn United. Paul Tierney verđur dómari leiksins og vekur þađ mikinn óhug hjá mörgum þar sem dæmi má nefna í síđustu 10 leikjum sem hann hefur dæmt leiki fyrir Man United hefur hann gefiđ þeim 5 víti í síđustu 10 leikjum. Aftur á móti hefur hann ekki gefiđ Liverpool 1 víti í síđustu 14 leikjum sem hann hefur dæmt fyrir okkur semsagt 0 í síđustu 14 leikjum. Viđ skulum vona ađ strákarnir séu klárir í þennan slag um helgina og komi međ alvöru statement heima á Anfield,“ segir í færslu sem stjórnendur síðunnar setja inn.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur meðal annars rætt um það ósamræmi sem er í vítaspyrnudómum sem United fær og síðan hans lærisveinar.

Heiðar Austmann er harður stuðningsmaður Liverpool.

Ógleði og talað um tíkur:

Mikil umræða hefur skapast um leikinn á meðal stuðningsmanna Liverpool. „Ógleði,“ segir Guðmundur Már þegar hann er spurður um tilfinningu sína fyrir leiknum á sunnudag.

Jósef Róbertsson gefur lítið fyrir tal um vítaspyrnur í aðdraganda leiksins. „Kominn með ógeð á þessari vítaumræðu bara nýta færin þegar við erum með boltann í 70-75% tilfella þá getum við unnið alla,“ skrifar Jósef.

Útvarpsmaðurinn geðugi, Heiðar Austmann er einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Hann hefur þetta að segja um leikinn á sunnudag. „Mér er drullusama um dómara leiksins og nenni ekki að detta í þá umræðu. Umræðan um víti hjá LFC vs víti hjá MU er líka kjánaleg að mínu mati. Aðal spurningin er úr hverju eru menn gerðir? Eru menn sáttir við að missa sætið sitt til erkifjendanna? Mín skoðun er ALLS EKKI !! Ég spái að þessi leikur verði kveikjan að endurkomu LFC (ef endurkomu má kalla) eftir nokkuð margar daprar frammistöður undanfarinna leikja. Hungrið kemur í þessum leik og liðið sýnir úr hverju það er gert. Lægðin er farin og við á leiðinni upp aftur. Vil að við tökum þetta ógeðis MU lið og pökkum þeim saman og vinnum sannfærandi. Munurinn á liðunum hvað varðar liðsskipulag, pressu og hæfileika í leikmönnum er gígantískur nú er kominn tími fyrir LFC að sýna það á vellinum. Game on bitches (lesist MU bitches) !!! Er hrikalega peppaður,“ skrifar Heiðar.

Getty Images

Annar aðili bendir honum á að það séð eðlilegt að ræða um vítaspyrnur en Heiðar svarar. „Jú má ræða en ég get ekki vælið varðandi þetta. Það má ræða ósanngirni eftir tiltekna leiki en að rýna í samanlagða tölfræði síðustu ára varðandi víti hjá þessum og hinum er alveg off ef þú spyrð mig,“ skrifar Heiðar.

Flestir stuðningsmanna Liverpool á Íslandi eru hins vegar bjartsýnir. „Ég veit ekki hvað það er en ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af Manjú. Finnst þeir bara hafa verið heppnir í síðustu leikjum í deildinni. En þessi leikur verður rosalega skemmtilegur geri ég ráð fyrir og er ég mjög peppaður. Upp með sokkana! YNWA,“ skrifar Magnús Hafdal.

Þessa fjörugu umræðu má lesa í heild í hlekknum hér að neðan en leikurinn á sunnudag hefst klukkan 16:30.

Þađ hafa eflaust einhverjir veriđ límdir viđ leikinn hjá Burnley – Manchester United í gærkvöldi. Man United fóru á…

Posted by Stuðningsmenn Liverpool F.C. á Íslandi on Wednesday, 13 January 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift