fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Neville biðst afsökunar á gærkvöldinu – Söng um að hann hataði Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:49

Gary Neville. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Manchester United á heimavelli sínum, Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn.

Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Það skoraði Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Skot Pogba hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Burnley sem gerði það að verkum að Nick Pope, markvörður Burnley, kom engum vörnum við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigur Manchester United lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar þar er liðið með 36 stig, þremur stigum meira en Liverpool sem situr í 2. sæti.

Gary Neville var að lýsa leiknum á Sky Sports en var eitthvað utan við sig í lýsingunni og baðst afsökunar. „Biðst afsökunar á lýsingu minni í kvöld, Stockley Park var út um allt, pródúsentinn var í eyranu hjá mér að segja að Salford hefði skorað á 92 mínútu og United fór á toppinn. Ég verð betri á sunnudag,“ sagði Neville en þá mætast Liverpool og Manchester United.

Gary Neville sem er fyrrum fyrirliði Manchester United var þó í sínu besta skapi eftir leik, hans gamla félag komið á toppinn og heimsækir Liverpool um helgina.

Hann birti myndband af sér að yfirgefa Turf Moor þar sem hann sönglar lagið um sjálfan sig, sem stuðningsmenn Manchester United syngja alltaf. „Gary Neville is a red… is a red… is a red, Gary Neville is a red… He hates Scousers,“ er lagið sem sungið er um Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði