fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Mun þessi maður kosta Solskjær starfið hjá United?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United getur komið liði sínu á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Burnley á morgun. Liverpool sem situr á toppnum í dag tekur svo á móti United á sunnudag.

Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur verið örðuvísi en oft áður, öll lið hafa tapað mikið af stigum og stefnir í spennandi toppbaráttu.

Simon Jordan, fyrrum eigandi Crystal Palace hefur litla trú á því að United vinni deildina og telur í raun að Ole Gunnar Solskjær gæti misst starf sitt.

Jordan telur að framherjinn, Anthony Martial muni á endanum kosta Solskjær starfið. „Stuðningsmenn United eru alltaf að segja við mig að ég hafi eitthvað á móti Solskjær,“ sagði Jordan.

„Það er ekkert svoleiðis, ég er bara að segja hlutina eins og þeir eru. Trúir því einhver að þessi leikmaður og þessi hópur vinni eitthvað. Nokkrir leikmenn í United eiga ekkert heima þarna.“

„Anthony Martial mun kosta þig starfið ef þú spilar honum reglulega, hann er ekki nógu góður og gefst of auðveldlega upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield