fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Liverpool missteig sig gegn Brentford en fór samt á toppinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 18:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford tók á móti Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var fjörugur. Brentford veitti Liverpool svo sannarlega alvöru mótspyrnu.

Ethan Pinnock kom heimamönnum yfir á 27. mínútu. Diogo Jota var þó ekki lengi að svara með jöfnunarmarki. Hann skallaði sendingu Jordan Henderson í netið.

Á 54. mínútu kom Mohamed Salah Liverpool yfir. Fabinho sendi boltann þá inn fyrir á Egyptann sem skoraði.

Tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Vitaly Janelt fyrir Brentford. Hann skallaði boltann þá að marki, Trent Alexander-Arnold sparkaði boltanum í burtu en hann var klárlega kominn yfir marklínuna.

Fjörið var ekki búið. Curtis Jones kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu. Skot hans fór þá af varnarmanni Brentford og í netið.

Yoane Wissa jafnaði aftur fyrir nýliðanna á 82. mínútu með góðri afgreiðslu.

Ivan Toney hélt að hann væri að tryggja Brentford sigur þegar hann kom boltanum í netið á 87. mínútu. Hann var þó flaggaður rangstæður. Lokatölur 3-3.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki, stigi á undan Chelsea og Manchester City.

Brentford er í níunda sæti með 9 stig. Fínasta byrjun hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“