fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Arnar áfram með KA – Getur tryggt magnaðan árangur á morgun

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson verður áfram þjálfari KA í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð. Félagið hefur staðfest þetta.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

KA mætir FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun. Vinni liðið þann leik tryggir það sér þriðja sæti deildarinnar, sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

,,Ekki einungis hefur Arnar leitt árangur liðsins innan vallar, sem verið hefur til fyrirmyndar, heldur hefur hann komið með sína miklu þekkingu á alþjóðlegri knattspyrnu inn í allt starfið í kringum knattspyrnudeild KA. Þannig er allt þjálfarateymið skipulagt til að þroska leikmenn og liðsheild þannig að bæði félagið sem og einstaklingar innan liðanna nái stöðugt að bæta sig,“ er á meðal annars sem stóð í yfirlýsingu KA um áframhaldandi veru Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho næstur til að elta peningana?

Mourinho næstur til að elta peningana?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Í gær

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Í gær

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Í gær

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar