fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Spekingar spekúlera: Áttu tveir lykilmenn Víkings að fá rautt spjald í gær?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 21:00

Skjáskot Stöð2Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingar velta því nú fyrir sér hvort fleiri rauð spjöld hefðu átt að fara á loft í leik KR og Víkings í efstu deild karla í gær. KR tók á móti Víkingum á Meistaravöllum í efstu deild karla í gær.. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir strax á 9. mínútu með skalla eftir frábæran bolta frá Kennie Chopart.

Atli Barkarson jafnaði metin stuttu síðar með frábæru skoti. Víkingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og uppskáru á 87. mínútu er Helgi Guðjónsson kom knettinum í netið. Ótrúleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk vítaspyrnu og þá varð allt brjálað og Kjartan Henry Finnbogason sá rautt. Pálmi Rafn tók spyrnuna en lét Ingvar Jónsson verja frá sér og mikil fagnaðarlæti brutust út hjá Víkingum.

Að auki voru Þórður Ingason varamarkvörður og Hajrudin Cardaklija markvarðarþjálfari liðsins reknir af velli fyrir sinn þátt.

Þorvaldur Árnason dómari leiksins var spurður út í málið á Stöð2 Sport í kvöld og þá hvort hann hefði átt að reka fleiri af velli. „Þetta er augnablik þar sem maður velur það versta, við ákváðum að taka það versta,“ sagði Þorvaldur um málið.

Baldur Sigurðsson var sérfræðingur á Stöð2Sport í kvöld og hann hefði rekið besta sóknarmann Víkings í sturtu. „Mér finnst Nikolaj Hansen eiga skilið rautt spjald og Theodór Elmar. Blikar eru eflaust ósáttir með það hversu fá rauð fóru á loft,“ sagði Baldur og átti við það að Blikar þurfa að treysta á að Víkingur tapi stigum gegn Leikni til að eiga séns á toppsætinu í lokaumferðinni.

Ingvar Jónsson sem varði vítaspyrnuna var einnig með í látunum og Guðmundur Benediktsson velti því upp. „Ingvar Jónsson er mættur þarna líka, ég hefði viljað sjá það hvernig það hefði endað ef hann hefði fengið rautt. Því Þórður er kominn með rautt spjalda þarna,“ sagði Guðmundur.

Hansen og Ingvar komu við sögu þegar þeir tóku í Kjartan Henry sem hafði látið mikið fara fyrir sér.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson bendir á fordæmi þess efnis að menn séu dæmdir í bann út frá myndbandsupptökum. KSÍ Dæmdi leikmann Njarðvíkur í bann síðasta sumar út frá myndbandi sem sambandið fékk sent. „Mark Ausland var dæmdur í bann eftir video dómgæslu í fyrra. Ingvar Jóns og Nicolaj Hansen hljóta að fara í bann þegar aganefndin sér þetta,“ skrifar Kristján sem er stuðningsmaður Breiðabliks og birtir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 3 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“