fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Yves Bissouma: „Ég er besti miðjumaðurinn í deildinni“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 17. september 2021 19:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yves Bissouma leikmaður Brighton, nefndi sjálfan sig þegar hann var spurður hver væri besti miðjumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni. Bissouma kom til Brighton frá Lille árið 2018 en fékk lítið að spila undir Chris Hughton.

Hann hefur hins vegar fengið aukin tækifæri eftir að Graham Potter tók við þjálfarastöðunni og fengið mikið lof fyrir frammistöður sínar en Man United, Liverpool og Arsenal eru öll sögð hafa áhuga á Malímanninum.

Ég vil ekki vera hrokafullur, en það er ég vegna þess að í huganum er ég að vinna að því að vera bestur,“ sagði Bissouma þegar að Glenn Murray, fyrrum leikmaður Brighton spurði hann hver væri besti miðjumaðurinn í deildinni að hans mati.

Ég get ekki nefnt annan á nafn, ég veit að það eru margir góðir miðjumenn í deildinni, en í mínum augum er það ég vegna þess að það gefur mér sjálfstraustið og orkuna til að leggja hart að mér og sýna fólki að ég sé hér og ég er Bissouma. 

Ég vil bara einbeita mér að fótbolta, spila hvern einasta leik og hjálpa liðinu að vinna og við sjáum til með rest.“

Bissouma sagði einnig að Brighton hefði það að markmiði að enda í einum af tíu efstu sætunum í lok leiktíðar. „Við viljum enda í einum af topp tíu efstu sætunum. Ég held að við getum endað þar eða jafnvel aðeins ofar. Svo við verðum bara að vinna að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

EM: Noregur vann Sviss

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“