fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Gífurlega óvænt úrslit fyrir vestan – Skagamenn unnu ÍR

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Ansi óvænt úrslit urðu í öðrum leiknum.

Vestri 2-1 Valur

Vestri gerði sér lítið fyrir og sló stórlið Vals úr leik á heimavelli sínum.

Fyrri hálfleikur var fremur jafn. Heimamenn stóðu í Íslandsmeisturunum og gott betur. Það var þó Valur sem komst yfir með marki Tryggva Hrafns Haraldssonar á 34. mínútu. Hann skoraði þá eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar.

Rétt fyrir hálfleik tókst heimamönnum að jafna. Þar var að verki Chechu Meneses með mark beint úr aukaspyrnu.

Eftir rúman stundarfjórðung í seinni hálfleik komst Vestri yfir. Þá skoraði Martin Montipo.

Í lok leiks fékk Patrick Pedersen, framherji Vals, beint rautt spjald fyrir að slá til leikmanns Vestra. Gestirnir lögðu allt kapp á sóknarleik í lokin en allt kom fyrir ekki.

Vestri fer mjög óvænt í undanúrslit eftir 2-1 sigur á Valsmönnum. Það er spurning hvað þetta þýðir fyrir Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals. Hann hefur legið undir gagnrýni vegna slaks árangurs í deildinni.

ÍR 1-3 ÍA

ÍA vann endurkomu sigur gegn ÍR í Breiðholtinu.

Pétur Hrafn Friðriksson kom heimamönnum yfir á 17. mínútu með skallamarki.

Rétt fyrir hálfleik jafnaði Þórður Þorsteinn Þórðarson metin fyrir Skagamenn.

Eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik kom Gísli Laxdal Unnarsson gestunum svo yfir með góðu skoti.

Í uppbótartíma innsiglaði Guðmundur Tyrfingsson 1-3 sigur ÍA. Þeir fara í undanúrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Í gær

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Í gær

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
Sport
Í gær

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“