fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Enski boltinn: Liverpool hreppti stigin þrjú gegn Leeds

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 12. september 2021 17:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Leeds mættust á Elland Road í Leeds í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool menn byrjuðu leikinn af krafti og náðu forystunni á 20. mínútu þegar að Mo Salah skoraði hundraðasta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold.

Fabinho kom Liverpool í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks þegar hann potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Pascal Strujik var rekinn af velli í liði Leeds eftir tæklingu á ungstirninu Harvey Elliott. Elliott virtist sárþjáður og var borinn af velli af sjúkraliðum áður en Jordan Henderson kom inn á í hans stað.

Sadio Mané skoraði þriðja mark Liverpool í uppbótartíma og þar við sat.

Liverpool er á toppi deildarinnar ásamt Man Utd og Chelsea með 10 stig eftir 4 leiki. Leeds er í 17. sæti með 4 stig.

Leeds 0 – 3 Liverpool
0-1 Mo Salah (’20)
0-2 Fabinho (’50)
0-3 Sadio Mané (90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn