Jean-Pierre Adams fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu lést í dag 73 ára gamall. Adams hafði verið haldið sofandi í 39 ára.
Adams var 34 ára gamall þegar hann fór í einfalda aðgerð á hné, hann vaknaði aldrei aftur til lífsins. Mistök í deyfingu urðu til þess að Adams vaknaði aldrei.
Hafði hann legið á spítalanum í 39 ár í öndunarvél en lést í dag á spítalanum í Nimes í Frakklandi.
Adams lék 22 landsleiki fyrir Frakkland frá 1972 til 1976, hann lék lengst af með Nice í heimalandinu.
Að auki lék hann með Nimes, PSG, Mulhouse og Chalon. Adams fæddist í Senegal en flutti til Frakklands árið 2010.