Antoine Griezmann tók á sig 40 prósenta launalækkun til að ganga til liðs við Atletico Madrid á nýjan leik frá Barcelona á láni á dögunum. Goal segir frá.
Hinn þrítugi Griezmann kom til Barcelona frá Atletico árið 2019. Frakkinn skoraði 35 mörk í 102 leikjum fyrir Katalóníustórveldið.
Áður lék hann með Atletico í fimm ár. Þar skoraði hann 133 mörk í 257 leikjum.
Atletico greiðir ekkert fyrir lánssamninginn sem stendur. Vilji þeir framlengja hann um eitt ár þurfa þeir þó að gera það.
Verði Griezmann áfram hjá Atletico á láni fram yfir þetta tímabil þarf Atletico að kaupa hann á allt að 40 milljónir evra sumarið 2023, spili hann meira en helming leikja á næstu leiktíð.