fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fólk öskraði á íslenska landsliðið í göngutúr í Reykjavík – „Nauðgarar, nauðgarar“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. september 2021 18:39

Andri Lucas Guðjohnsen Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir áreiti og kallað á þá að þeir væru nauðgarar. Um er að ræða tvö atvik eitt átti  sér stað á æfingu liðsins í Safamýri á fimmtudag og aftur í göngutúr liðsins í dag.

Mikil umræða hefur verið um KSÍ síðustu vikurnar og féll stjórnin og formaðurinn sagði af sér. Sambandið hefur verið sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot.

Arnar sagði frá atvikinu eftir 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu á heimavelli í undankeppni HM í dag..

„Til að setja hlutina í samhengi, talandi um spennustig. Okkur langar að gefa ykkur eitt dæmi hvað þetta er oft erfitt fyrir þessa drengi. Að finna stuðning og búa til stuðning fyrir liðið. Þá er íslenska karlalandsliðið í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá nauðgarar, nauðgarar. Fjölskyldumenn og ungir drengir, þetta er erfitt,“ sagði Arnar Þór sem var miður sín vegna málsins og mátti heyra það í rödd hans.

Arnar vill ekki kenna þessu um slaka frammistöðu liðsins, hann vill að samtalið hjá þjóðinni haldi áfram um málefni líðandi stundar.

„Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þesari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja að við sem samfélag verðum  að taka á þessu saman. Við erum að öskra á hvort annað, ég er að reyna og við erum að reyna að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta.“

Landsliðið hefur staðið í stormi innan sem utan vallar síðustu daga en liðið sýndi karakter með því að koma til baka gegn Makedóníu í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að hafa verið tveimur mörkum undir.

Arnar hefur staðið í stormi með liðið síðustu daga en hefur ekki íhugað að segja upp. „Ég sagði það í síðustu viku að við höfum ekki íhuga það, allir í staffinu teljum það að það sé ábyrgð hjá okkur. Þó ég sé að tala um þessa leiðinlegu hluti, þetta er ógeðslega gaman. Við erum stoltir af því að vera hérna með þessu liði, okkar ábyrgð að taka þetta lengra. Verkefnið hefur ekki verið auðvelt, við höfum ekki íhugað að segja af okkur,“ sagði Arnar.

Arnar hefur kallað eftir ramma utan um þau mál þegar verið er að velja landsliðshópinn. „Við verðum að fá ramma, annars er erfitt að velja hópinn. Þessi rammi þarf að koma sem fyrst. Hann þarf ekki að koma á morgun, það er voðalega erfitt að velja landsliðshóp og vita ekki í rauninni hverja þú mátt velja,“ sagði Arnar.

Arnar hélt svo áfram og sagði. „Ég er ekki að gera lítið úr einu né neinu máli, ég er ekki að segja að það þurfi ekki að taka á þessu og við eigum að tala um þessi mál. Tölum um þau saman og hættum að öskra á hvort annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Í gær

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik