fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ási Arnars kveður Fjölni að tímabili loknu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 13:33

Ásmundur Arnarsson. Mynd: Fjölnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Arnarsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis, mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út að tímabilinu loknu. Félagið hefur staðfest þetta.

Ási hefur stýrt Lengjudeildarliði Fjölnis samfleytt frá árinu 2018. Þar áður stýrði hann liðinu á árunum 2005 til 2011.

Hann hefur tvisvar sinnum farið með Fjölni upp í efstu deild sem og tvisvar í bikarúrslit.

Fjölnir er í fjórða sæti Lengjudeildarinnar sem stendur. Þrjár umferðir eru eftir og á liðið ekki raunhæfan möguleika á að komast upp í efstu deild.

Yfirlýsing Fjölnis

Takk fyrir öll 10 árin!
Knattspyrnudeild Fjölnis og Ásmundur Arnarsson hafa tekið þá ákvörðun um að framlengja ekki samstarfinu áfram að tímabili loknu.
Ási, eins og við þekkjum hann best, hefur skipað stóran sess í sögu Fjölnis þar sem hann hefur verið tvisvar aðalþjálfari meistaraflokks karla, eða í samtals 10 ár af rúmri 30 ára sögu félagsins. Undir hans stjórn afrekaði liðið að fara tvisvar upp í efstu deild og tvisvar í bikarúrslit.
Ási hefur reynst félaginu vel og skilur við liðið á góðum stað. Þrátt fyrir fall úr efstu deild á síðasta tímabili og erfiðar aðstæður á tímum heimsfaraldurs er margt jákvætt sem við tökum frá samstarfinu. Ungir leikmenn hafa fengið tækifæri undir hans stjórn og sumir hverjir jafnvel elt drauma sína í atvinnumennsku í kjölfarið.
Knattspyrnudeild Fjölnis þakkar Ása kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins um leið og við óskum honum alls hins besta í öllu því sem hann mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu