fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Herði blöskraði að horfa á málflutning Hönnu í Kastljósi – „Umræðan var fyrir neðan allar hellur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. september 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon fyrrum knattspyrnumaður og landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu telur að umræðan sé á lágu plani þegar talað er um að í búningsklefum íþrótta sé menning sem ýti undir nauðganir og heimilisofbeldi. Hörður ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Mikil umræða á sér stað um íþróttahreyfinguna eftir að málefni KSÍ fóru í fréttirnar, sambandið hefur verið sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot og ofbeldi landsliðsmanna í knattspyrnu.

„Þetta er stærsta fjöldahreyfing landsins, þegar þetta fer af stað fyrir nokkrum dögum. Þetta gerist ótrúlega hratt, maður var sjokkeraður yfir þessu öllu saman. Síðan finnst mér þetta hafa snúist í andhverfu sína og ýmislegt þurfi að taka fram sem ég set stórt spurningarmerki við,“ sagði Hörður í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Herði blöskraði að horfa á Kastljós á RÚV á mánudag þar sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur, Viðar Halldórsson félagsfræðingur og Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA ræddu málin.

„Kastljós þáttur síðasta mánudag var með hreinum ólíkindum, kynjafræðingurinn Hanna Björg, Viðar Halldórsson prófessor og Sævar Pétursson frá ÍTF. Þau voru með mestu einhliða umfjöllun á efni sem ég hef séð, það sem fer út í loftið er að búningsklefa menning ýti undir nauðganir og heimilisofbeldi. Ég sem gamall fótboltamaður í klefa í mörg ár, ég bara mótmæli þessu. Jarðvegur fyrir kvennfyrirlitningu, hvað hefur fólk í sér að segja þetta. Hefur verið vísindaleg rannsókn um að klefastemming leiði til ofbeldisverka eða er þetta agenda hjá kynjafræðingnum. Umræðan var fyrir neðan allar hellur,“ sagði Hörður.

Hann vildi ítreka að þó að þetta sé hans skoðun á málflutningi um klefastemmingu þá standi hann með þolendum. „Það er fráleitt að reyna að klína því svo á fólk að það standi ekki með þolendum,“ sagði Hörður

Heimir Karlsson sem stýrir Bítinu tók í sama streng en Heimir var farsæll knattspyrnumaður. „Ég tek undir með þér. Maður man ekki eftir því að það hafi verið klefastemming um að niðurlægja konur,“ sagði Heimir.

Hörður tók svo aftur til máls. „Þessi orð sem féllu í Kastljósi sem Hanna Björg talar um að það séu 20 mál í gangi, meðal annars hópnauðgun, nauðgun og heimilisofbeldi. Setur það allt upp á eitraða karlmennsku, ég get ekki sætt við mig að heyra það.“

Hörður telur að Guðni Bergsson fyrrum formaður KSÍ og stjórn sambandsins hafi átt að láta fara fram óháða rannsókn áður en allir sögðu af sér vegna málsins.

„Guðni Bergsson fer þarna á einni helgi, hann hefur komið að einu máli sem er mál Kolbeins sem hefur komið upp í hans formannstíð. Það var klaufalega að þessu staðið, hins vegar hefði ekki verið nær að hreyfingin hefði staldrað við. Látum gera óháða rannsókn í 4-6 vikur og á meðan stígur formaðurinn til hliðar. Atburðarásin og tölvupóstur skoðaðir, var þetta þöggun að hálfu Guðna?,“ sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa