Umboðsmaður Willian gagnrýndi Arsenal harkalega í viðtali á dögunum en Willian og Arsenal komust að samkomulagi um að slíta samningi hans við félagið eftir aðeins 12 mánuði.
Stuðningsmenn Arsenal voru ánægðir með komu Willian sem hafði átt frábæran tíma hjá Chelsea en dvöl hans hjá Arsenal var vægast sagt hrikaleg. Hann hefur samið við Corinthians og tekur á sig hressilega launalækkun hjá félaginu.
„Hann fór ekki til Arsenal fyrir peninginn. Hann fór fyrir ákveðið verkefni en verkefnið var ekki til staðar,“ sagði Kia Joorabchian, umboðsmaður Willian, við The Sun.
„Hvaða leikmaður hefur farið til Arsenal nýlega án þess að vera hræðilegur. Willian var ekki vandamálið.“
Willian gaf einnig út yfirlýsingu þar sem hann var miður sín yfir því að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá Arsenal.