Tottenham hefur rift samningi við bakvörðinn Serge Aurier. Þetta staðfesti félagið rétt í þessu og segir félagið að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun beggja aðila.
Aurier kom til Tottenham frá PSG í ágúst 2017 og lék 110 leiki fyrir félagið og skoraði 8 mörk.
„Ég hef notið tímans hér í Tottenham og vil þakka klúbbnum og aðdáendum en ég tel að nú sé réttur tími til að takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Aurier á heimasíðu félagsins.
The Club can confirm the departure of Serge Aurier following the mutual termination of his contract.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 31, 2021