Mikil óvissa hefur verið um framtíð franska framherjans Kylian Mbappe hjá PSG en Real Madrid hefur reynt að krækja í kappann síðustu daga.
Mbappe gekk til liðs við PSG árið 2017 frá Monaco og hefur frá þeim tíma stimplað sig inn sem einn besti leikmaður í heimi með PSG og franska landsliðinu.
Spænska stórveldið hefur mikinn áhuga og hljóðaði síðasta tilboð þeirra upp á 220 milljónir evra samkvæmt frétt Goal. Þess má geta að Neymar var keyptur á 222 milljónir evra frá Barcelona til PSG árið 2017 og þótti það ótrúleg upphæð sem yrði aldrei komist nálægt aftur.
PSG virðist ekki ætla að selja leikmanninn þetta sumarið en hann rennur út af samningi næsta sumar og getur hann þá farið til Real Madrid frítt. Segir í frétt Goal að PSG hafi ekki enn svarað nýjasta tilboðinu og lítur hreinlega út fyrir að það sé slökkt á símanum í höfuðstöðvum félagsins.
Real Madrid made ANOTHER offer for Kylian Mbappe today 💰
But PSG don't want to talk 🤐
— Goal News (@GoalNews) August 31, 2021