Barcelona hefur í dag reynt að fá Edinson Cavani framherja Manchster United í sínar raðir, félagið lét til skara skríða eftir að United fékk Cristiano Ronaldo.
Þessi 34 ára gamli framherji er ekki á förum, hann framlengdi samning sinn við United í maí.
Cavani er á leið inn í sitt annað tímabil hjá United en ljóst er að koma Ronaldo fækkar þeim mínútum sem hann fær innan vallar.
Barcelona er í erfiðleikum fjárhagslega en félagið vonaðist eftir því að fá Cavani ódýrt.
United ætlar hins vegar ekki að selja fleiri leikmenn í dag á lokadegi gluggans en Daniel James fór til Leeds í dag.