fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Kórdrengir, Selfoss og Vestri með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í Lengjudeild karla það sem af er kvöldi. Leikið var í 18. umferð.

Selfoss 3-0 Afturelding

Selfoss vann öruggan sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.

Gary Martin kom heimamönnum yfir á 40. mínútu. Snemma í seinni hálfleiks skoraði hann svo annað mark af vítapunktinum.

Daniel Majkic innsiglaði 3-0 sigur Selfyssinga með marki á 84. mínútu.

Selfoss er í tíunda sæti með 18 stig, 8 stigum fyrir ofan fallsæti. Afturelding er sæti ofar með stigi meira.

Kórdrengir 2-0 Þór

Kódrengir eiga enn veika von á sæti í efstu deild eftir sigur á Þór á heimavelli.

Þórir Rafn Þórisson kom heimamönnum yfir eftir tæpan hálftíma leik. Í lok fyrri hálfeiks tvöfaldaði Connor Mark Simpson forystuna.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Það kom þó ekki að sök, lokatölur urðu 2-0.

Kórdrengir eru í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, 4 stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Eyjamenn eiga þó leik til góða.

Þór er í áttunda sæti með 19 stig.

Vestri 2-0 Víkingur Ólafsvík

Vestri vann Víking Ólafsvík á heimavelli.

Pétur Bjarnason gerði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik.

Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig. Víkingar eru svo gott sem fallnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“