fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Kórdrengir, Selfoss og Vestri með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í Lengjudeild karla það sem af er kvöldi. Leikið var í 18. umferð.

Selfoss 3-0 Afturelding

Selfoss vann öruggan sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.

Gary Martin kom heimamönnum yfir á 40. mínútu. Snemma í seinni hálfleiks skoraði hann svo annað mark af vítapunktinum.

Daniel Majkic innsiglaði 3-0 sigur Selfyssinga með marki á 84. mínútu.

Selfoss er í tíunda sæti með 18 stig, 8 stigum fyrir ofan fallsæti. Afturelding er sæti ofar með stigi meira.

Kórdrengir 2-0 Þór

Kódrengir eiga enn veika von á sæti í efstu deild eftir sigur á Þór á heimavelli.

Þórir Rafn Þórisson kom heimamönnum yfir eftir tæpan hálftíma leik. Í lok fyrri hálfeiks tvöfaldaði Connor Mark Simpson forystuna.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Það kom þó ekki að sök, lokatölur urðu 2-0.

Kórdrengir eru í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, 4 stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Eyjamenn eiga þó leik til góða.

Þór er í áttunda sæti með 19 stig.

Vestri 2-0 Víkingur Ólafsvík

Vestri vann Víking Ólafsvík á heimavelli.

Pétur Bjarnason gerði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik.

Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig. Víkingar eru svo gott sem fallnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar