fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar sakar Rúnar um ítrekaða skítlega hegðun – Birtir myndbönd máli sínu til stuðnings

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason hefur síðustu daga verið að hnýta í Rúnar Kristinsson þjálfara KR og framkomu hans á hliðarlínunni á vellinum í sumar. Allt sauð upp úr í Kórnum á mánudag þegar lærisveinar Rúnars mættu HK í efstu deild karla.

„Verðum samt líka að geta hrósað fyrir alvöru shithousery. Þetta er beint úr Simeone skólanum. Reyndar á móti HK,“ skrifaði Hjörvar á mánudag eftir leikinn.

Þar sést Rúnar kasta bolta aftur inn á völlinn til þess væntanlega að hægja á leiknum, sköpuðust nokkrar umræður um atvikið sem er hér að neðan.

Það var svo í gær sem Hjörvar fór að kafa ofan í hegðun Rúnars í sumar og fann nokkur atvik frá því fyrr í sumar. „Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt,“ skrifar Hjörvar.

Hann fann atvik úr leik gegn KA þar sem Rúnar kemur boltanum aftur inn á völlinn til þess að reyna að hægja á leiknum. Einnig kom upp atvik gegn Blikum á Kópavogsvelli.

Hjörvar fann fleiri atvik en eitt af þeim kom upp í leik gegn Víkingi. „Þetta er samt alltaf best. Markvarslan er svo góð, mögulega einhver handboltagrunnur. Double shithousery i raun,“ skrifar Hjörvar um atvik í Víkinni.

Hjörvar bendir svo á að samkvæmt knattspyrnulögunum þá eigi að reka Rúnar upp í stúku fyrir svona atvik. „Ég átta mig alveg á því hversu fyndið þetta er en þetta er brottrekstur samkvæmt knattspyrnureglunum. Eins skýrt og það verður KSÍ
Kærleikskveðja HH,“ skrifar Hjörvar og vitnar í lögin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt