fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Bæting á Ólafsvík eftir komu Guðjóns – ,,Ekki alltaf harmleikur að falla um deildir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 19:00

Guðjón Þórðarson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Ólafsvík vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Lengjudeild karla gegn Þór í síðustu umferð. Guðjón Þórðarson tók við liðinu aftur í byrjun síðasta mánaðar. Í Markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær var framför Ólsara undir stjórn Guðjóns til umræðu.

,,Þeir eru klárlega að bæta sig. Það hefur sést með hverjum leiknum hjá Gaua að þetta verður betra og betra. Í þessum leik finnst mér líka bara áhugavert að það er ekki eins og þeir séu að liggja til baka, pakka og beita skyndisóknum. Þeir eru bara að spila hörkugóðan bolta og í fyrri hálfleik voru þeir bara miklu betri en Þórsarar,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Tímabilið hefur heilt yfir verið mjög erfitt fyrir Ólsara. Liðið er í neðsta sæti með aðeins 5 stig eftir 15 leiki. Enn eru 10 stig upp í öruggt sæti í deildinni þrátt fyrir 0-2 sigurinn gegn Þór. Þess má þó geta að Víkingar eiga leik til góða á liðin fyrir ofan sig.

,,Þetta er aðeins of seint kannski. Þeir eru 10 stigum í þetta örugga sæti en þetta er rosalega ungt lið þannig ef Guðjóni tekst að halda í sama kjarna þá ættu þeir að geta spyrnt sér upp strax aftur,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi.

Hrafnkell tók í sama streng. ,,Ef hann heldur í þessa lánsmenn frá Skaganum, Breiðabliki og fleiri liðum, plús það að bæta ungu strákanna hjá Ólafsvík, þá geta þeir alveg farið upp úr 2. deildinni á næsta ári og unnið út frá því.“

,,Það er ekki alltaf harmleikur að falla um deildir, getur oft sparkað í rassinn á mönnum,“ sagði Hörður að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Víking Ólafsvík, sem og Markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill hiti á miðvikudag

Mikill hiti á miðvikudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?