Enska C-deildarliðið Gillingham seldi útrunninn bjór á 2 pund, tæplega 350 íslenskar krónur, fyrir æfingaleik liðsins gegn Milwall á dögunum. Þetta hefur vakið töluvert umtal á Twitter.
Gillingham var að taka á móti áhorfendum í fyrsta sinn í langan tíma. Leikið hefur verið fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirufaraldursins.
Það er útlit fyrir það að félagið hafi setið uppi með töluvert magn af áfengi í faraldrinum og því var ákveðið að selja það með þessum mikla afslætti á leiknum.
Það voru skiptar skoðanir á þessu á Twitter.
,,Góð hugmynd til þess að fá fólk á völlinn, koma í veg fyrir það að sóa bjór og viðskiptavinir eru meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa. Sniðugt,“ skrifaði einn notandi.
,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu? Bjór endist svo lengi og þeir segja ykkur að hann sé útrunninn,“ skrifaði annar.
Aðrir voru þó alls ekki hrifnir af þessu uppátæki Gillingham.
,,Þú gætir ekki lýst Gillingham betur með einni mynd,“ skrifaði einn þeirra sem fannst þetta ekki sniðugt.
Fleiri tóku í svipaðan streng og skutu á félagið.
Lost for words pic.twitter.com/9ehj0hY1Sn
— Georgie Boxall (@gsboxall1098) July 27, 2021