Danny Mills telur að það gæti tekið franska varnarmanninn Raphael Varane tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.
Á mánudaginn kom í ljós að Real Madrid hefur samþykkt tilboð Manchester United í varnarmanninn knáa sem hefur unnið La Liga þrisvar og Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid. Þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi 2018.
Þrátt fyrir árangurinn sem hann hefur náð telur Danny Mills, fyrrum leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, að það gæti tekið tíma fyrir Varane að venjast lífinu í Englandi og ensku deildinni.
„Varane er góður leikmaður en við vitum ekki hvernig hann mun standa sig, getur hann spilað frábærlega í ensku deildinni í hverri viku?,” sagði Mills við talkSPORT.
„Hann er vanur því að spila um það bil 8 erfiða leiki á tímabili, fyrir utan Meistaradeildina.”