fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Sancho nefnir leikmanninn sem veitir honum innblástur inni á vellinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 09:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho, nýr leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo veiti sér innblástur inni á knattspyrnuvellinum.

Hinn 21 árs gamli Sancho kom til Man Utd frá Dortmund á 73 milljónir punda á dögunum. Hann hafði verið hjá þýska félaginu frá árinu 2017. Þar áður lék hann með yngri liðum Manchester City.

,,Hvaða leikmaður hefur áhrif á leik minn? Mér finnst allir vera mismunandi. Ég hef annað fram að færa en aðrir leikmenn en ég myndi segja Cristiano Ronaldo,“ sagði Sancho.

,,Það sem hann hefur gert á ferli sínum er frábært. Hann byrjaði með Sporting Lisabon og kom svo til Manchester. Það er alltaf gaman að sjá frábæra leikmenn koma til frábærra félgaga.“

Hinn 36 ára gamli Ronaldo lék með Man Utd á árunum 2003 til 2009. Hann skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir félagið. Portúgalinn er goðsögn hjá félaginu.

Það verður áhugavert að sjá hvort Sancho takist að komast nálægt því sem Ronaldo gerði fyrir Man Utd á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi