fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 08:55

Rooney ásamt einni af stelpunum á laugardagskvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnustjarnan, nú knattspyrnustjórinn, Wayne Rooney hefur komið sér í klandur. Hinn 35 ára gamli Rooney djammaði nefnilega með þremur 21 árs gömlum stúlkum lengi fram eftir um helgina.

Rooney, sem er giftur og á fjögur börn, sem og nokkrir félagar hans eru sagðir hafa boðið stúlkunum á VIP-borð sitt á skemmtistaðnum Chinawhite í Manchester á laugardag.

Eftir á er Rooney sagður hafa farið á hótelherbergi stelpnanna ásamt tveimur félögum sínum. Þó kemur fram að ekkert af kynferðislegum toga hafi átt sér stað. Rooney er hins vegar sagður hafa hrósað stelpunum mikið fyrir útlit sitt.

Rooney er svo sagður hafa dáið áfengisdauða í stól á hótelherberginu. Þá fóru stelpurnar að atast í honum. Ein þeirra tók til að mynda mynd af sér þar sem hún rak rassinn á sér í andlit Rooney.

Rooney vaknaði svo í gærmorgun á hótelherberginu. Hann var fljótur að láta sig hverfa. Í kjölfarið deildu stelpurnar myndum af honum frá kvöldinu áður á samfélagsmiðlum. Þær urðu fljótar að dreifast út um allt.

,,Aumingja stelpurnar fóru bara út til að fagna 21 árs afmæli. Þær eru 21 árs og hann er fertugur. Hann sendi öryggisvörð til þess að bjóða þeim á VIP-borðið hans. Þær eru allar miður sín og grátandi. Þær héldu að þetta væri fyndið en þetta var mjög heimskulegt. Ég vorkenni þeim en er þeim líka reið því þetta var heimskulegt,“ sagðir móðir einnar stelpunnar.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Rooney kemur sér í vandræði á djamminu. Þá er ekki langt síðan Coleen, eiginkona hans, bað hann um að leita sér aðstoðar með áfengisvanda sinn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu.

Rooney og ein stelpnanna á skemmistaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“