fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Sagður hafa sparkað í fyrrverandi kærustu sína áður en hann henti henni nakinni út af hótelherbergi þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 14:48

Ryan Giggs. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs fór fyrir rétt í dag. Þar kom fram að hann hafi sparkað í bakið á fyrrverandi kærustu sinni og hent henni nakinni út af hótelherbergi í eitt skipti.

Þessi 47 ára gamla Manchester United-goðsögn er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, ofbeldi í um þrjú ár.

Ofbeldið er talið hafa verið af bæði andlegum og líkamlegum toga. Þá var Giggs einnig sakaður um að hafa beitt yngri systur Kate, Emma, líkamlegu ofbeldi þann 1. nóvember í fyrra.

Í réttarsal í dag kom fram að þegar Kate og Giggs höfðu rifist á hóteli í Lundúnum, í kjölfar þess að Kate sakaði fyrrum knattspyrnumanninn um að reyna við aðrar konur, hafi Giggs sparkað í bakið á henni og hent henni nakinni út af herbergi þeirra. Hann hafi í kjölfarið kastað töskunni hennar í hana.

Giggs er einnig sakaður um að hafa hótað því að senda vinum Kate og yfirmönnum hennar upplýsingar um kynferðislegt samband þeirra.

Þá á Giggs að hafa mætt óboðinn heim til Kate, í líkamsræktarsalinn sem hún notaði og á vinnustað hennar eftir að hún hafði reynt að slíta sambandi þeirra.

Giggs neitar ásökununum alfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið