fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

„Ég er ekki stelpan“ – Vísar slúðursögum um sig og Gylfa á bug – Segist verða fyrir hræðilegri áreitni

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 21:31

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona að nafni Chelsea Parode birti í kvöld skilaboð á Instagram-síðu sinni þar sem hún vísar á bug  slúðursögum um að hún sé einstaklingurinn sem tengist rannsókn á knattspyrnumanninum Gylfa Sigurðssyni.

Hún tekur fram að hún þekki ekki einu sinni Gylfa og að hún hafi aldrei talað við hann. Þá segist hún hafa orðið fyrir mikilli áreitni vegna þessara slúðursagna.

Skilaboð hennar eru eftirfarandi:

Til allra sem eru að senda mér skilaboð á samfélagsmiðlum. Nú er orðrómur í gangi um að ég sé stelpan sem sé tengd rannsókn á fótboltamanninum Gylfa Sigurðssyni. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki stelpan sem tengist rannsókninni og allar slúðursögur sem benda til þess eru hreinn og klár uppspuni. Ég þekki ekki einu sinni þennan fótboltamann, hef ekki einu sinni talað við hann.

Ég myndi kunna að meta ef fólk myndi lesa þessi skilaboð mín, til þess að koma í veg fyrir að ég verði fyrir hræðilegri áreitni sem ég er upplifi vegna þessa orðróms. Takk fyrir.“

Líkt og alþjóð veit er Gylfi Þór grunaður um kynferðisbrot gagnvart einstaklingi undir lögaldri. Málið hefur meðal annars orðið til þess að félag hans, Everton, leysti hann frá störfum.

Hann hefur verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins, en er ekki í haldi lögreglu. Þá hafa breskir fjölmiðlar fullyrt að Gylfi harðneiti ásökunum sér á hendur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CHELSEA PARDOE (@chelsea.pardoe)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands