fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Mál Gylfa litið alvarlegum augum innan KSÍ – Líklegt að boðað verði til fundar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 10:48

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fregnir af því að leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna meints brots gegn barni undir lögaldri. Seinna um kvöldið staðfesti Everton að leikmaðurinn væri úr þeirra röðum en áður hafði komið fram að leikmaðurinn væri 31 árs og hefði spilað fjölda landsleikja fyrir þjóð sína.

Í dag var svo greint frá því að leikmaðurinn sem um ræðir er Gylfi Þór Sigurðsson. Mikill stormur var á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina þar sem netverjar veltu fyrir sér þessum orðrómi, löngu áður en greint var frá málinu í fjölmiðlum. Lítt þekktir slúðurmiðlar fjölluðu um málið og nafngreindu Gylfa strax á sunnudaginn.

Virtist það ýta undir sögusagnirnar að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, lokaði Instagram-síðu sinni um sama leyti. Þau eignuðust saman barn á dögunum og missti Gylfi af landsleikjaverkefnum þar sem hann vildi ekki missa af fæðingu barnsins.

Líkt og aðrir fjölmiðlar hér á landi fjallaði RÚV um málið en samkvæmt heimildum þeirra er mikil umræða um málið innan forystu Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Í frétt RÚV kemur fram að það sé talið líklegt að boðað verði til fundar seinna í dag vegna málsins. Þá er einnig sagt að málið sé litið alvarlegum augum innan KSÍ.

Þá greinir Vísir frá því að rætt hafi verið um málið hjá KSÍ í morgun. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi að sambandið hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá lögreglunni í Manchester um að Gylfi sé knattspyrnumaðurinn sem enskir fjölmiðlar greindu frá í gærkvöldi. Þá sagði Klara að málið hafi verið rætt af fjórum starfsmönnum KSÍ í morgun en það hafi ekki verið gert á eiginlegum fundi.

Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Í gær

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Í gær

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga