fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið – ,,Hann er varla mennskur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 19:00

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, mun leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hann verður fertugur í næstu viku.

Ferill hans hefur verið merkilegur að mörgu leyti. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2015 en tók skóna aftur af hilluna fyrir leiktíðina 2018. Þá skrifaði hann undir hjá Fylki.

Í fyrra meiddist hann svo illa, fjórbrotnaði á fæti. Margir héldu að ferlinum væri þá endanlega lokið en allt kom fyrir ekki. Helgi kom sterkur til baka.

,,Maður hélt að þetta væri búið þegar maður sá þetta brot í fyrra. Hann er bara varla mennskur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Dr. Football.

Hörður Snævar Jónsson var einnig í þættinum og kvaðst bera mikla virðingu fyrir endurkomu Helga.

,,Maður ber mikla virðingu fyrir því að nenna því 39 ára ,ekkert að sanna, að koma til baka og gera það svona.“ 

Helgi á glæstan feril að baki en hann spilaði lengi erlendis með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku.

Þá lék hann 38 leiki með yngri landsliðum Íslands og 33 leiki með A-landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum