Ítalía og Spánn mættust í undanúrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Ítalía hafði betur eftir vítaspyrnukeppni og því eru Ítalir á leið í úrslit EM 2020.
Þegar Ítalir fögnuðu sigrinum fór Bonucci að stuðningsmönnum sínum og fagnaði með þeim. Þegar hann ætlaði að snúa til baka á völlinn þá reyndi öryggisvörður að banna Bonucci að fara aftur inn á völlinn og hélt að þarna væri um aðdáanda að ræða sem vildi lauma sér á völlinn. Öryggisvörðurinn sá svo að sér og hleypti honum að lokum á völlinn. Atvikið má sjá hér að neðan.
When the steward thought Bonucci was a fan trying to get back onto the pitch 🤣#ITAESP #Euro2020 pic.twitter.com/SJ4QjmNMcm
— Sam Huxley (@samhuxley) July 6, 2021