fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Eftir atvikið í Kópavogi hefur Benedikt þetta að segja: „Stundum er sagt að það þurfi banaslys til að sjá vegabætur“

433
Miðvikudaginn 23. júní 2021 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti óhug margra þegar hjartastuðtækið var tekið upp í Kópavogi um helgina þegar leikur Breiðabliks og FH fór fram í efstu deild karla í knattspyrnu. Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks lagðist þá í jörðina og var hringt á sjúkrabíl. Jason Daði er í góðu lagi í dag og ætti þessi öflugi knattspyrnumaður að komast á völlinn innan tíðar. Breiðablik vann 4-0 sigur þar sem Jason Daði skoraði eitt mark.

Eftir um hálftíma leik var Jason Daði að skokka til baka þar til hann stoppaði og leit út fyrir að vera að hann væri að missa andann eða með einhvers konar verk í brjóstkassanum. Hann lagðist þá niður og inn hlupu vallarstarfsmenn með börur. Stuttu seinna var óskað eftir lækni úr stúkunni. Hann fékk einhvers konar aðhlynningu á vellinum áður en sjúkrabíll kom á svæðið.

Jason Daði er í góðu lagi í dag en atvikið minnti marga á atvikið á Parken þegar Christian Eriksen leikmaður Dana fór í hjartastopp í miðjum leik. Á leikjum á Íslandi er hvorki krafa gerð um að sjúkrabíll sé á svæðinu eða læknir. Í sjónvarpsþætti 433.is í gær var kallað eftir því að regluverkinu yrði breytt.

„Að það sé eitthvað til staðar, til þess að við þurfum ekki að horfa upp á einhvern hræðilegan atburð áður en við breytum hlutunum,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Benedikt Bóas segir að oft þurfi hræðilegt slys svo að hlutirnir séu lagaðir, nú sé tækifæri til að laga þá áður en eitthvað hræðilegt á sér stað.

„Það er stundum sagt að það þurfi banaslys til að sjá vegabætur, ég vona að einhver vinna sé byrjuð innan félaganna. Til þess að við þurfum ekki að sjá Eriksen dæmi, það er til hjartastuðtæki. Flestir á völlunum eru sjálfboðaliðar, fá lið eru með lækni sem sjálfboðaliða. Kannski er hægt að tryggja að læknir sem sé stuðningsmaður fái miða, séu alltaf til taks. Fær miða fyrir sig og fjölskyldu sína,“ sagði Benedikt.

Benedikt vonar að KSÍ og félögin muni fyrir næsta ársþing skoða að setja svona hluti inn í regluverk sitt. „Ég vona að KSÍ muni fyrir næsta ársþing gera eitthvað, 11 mínútur frá því að það er hringt í sjúkrabíl. Þetta vekur mann til umhugsunar,“ sagði Benedikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Í gær

Rekinn úr starfi í gær

Rekinn úr starfi í gær
433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 2 dögum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina