fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: Þjóðverjar miklu betri gegn Evrópumeisturunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskaland vann Portúgal í öðrum leik dagsins á EM 2020. Leikið var í Munchen. Leikurinn var liður í F-riðli mótsins.

Þjóðverjar byrjuðu leikinn betur og kom Robins Gosens boltanum í netið á 6. mínútu. Eftir að hafa skoðað VAR dæmdu dómararnir þó markið af vegna rangstöðu.

Portúgal komst yfir, gegn gangi leiksins á 15. mínútu. Þar var að verki Cristiano Ronaldo. Gestirnir geystust af stað í skyndisókn sem lauk með því að Ronaldo skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Diogo Jota.

Heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Ruben Dias stýrði þá fyrirgjöf Gosens, sem var frábær í leiknum, í eigið mark.

Það var annað sjálfsmark sem gaf Þjóðverjum forystuna stuttu síðar. Þá setti Raphael Guerreiro boltann í eigið net. Þýskaland leiddi verðskuldað í hálfleik, 2-1.

Heimamenn gengu frá leiknum á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks. Fyrst skoraði Kai Havertz af stuttu færi á 51. mínútu eftir sendingu frá títtnefndum Gosens.

Það var svo viðeigandi að Gosens skoraði fjórða mark Þjóðverja sjálfur á 60. mínútu. Hann skoraði með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Joshua Kimmich.

Diogo Jota tókst að minnka muninn fyrir Portúgal á 67. mínútu. Þeir náðu þó ekki að fylgja því eftir til að hleypa spennu í leikinn. Lokatölur 4-2 fyrir Þýskaland.

Nú hafa öll liðin í F-riðli leikið tvo leiki. Frakkar eru efstir með 4 stig, Þjóðverjar og Portúgalir eru með 3 stig og Ungverjar með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli