fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

EM: Bekkurinn bjargaði Belgum gegn baráttuglöðum Dönum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk leik Danmerkur og Belgíu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-2 sigri Belga.

Danir byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax þegar 99 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þar var Poulsen á ferðinni en hann kláraði með laglegu skoti í fjærhornið eftir undirbúning frá Hojbjerg. Danir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik og Belgar sáu ekki til sólar og Schmeichel hafði lítið að gera í markinu.

Roberto Martinez var ekki par sáttur með leik sinna manna og gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti stórstjörnuna Kevin de Bruyne inná. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann átti góða sendingu á Thorgan Hazard sem kláraði í autt markið.

Martinez var með fleiri stórstjörnur á bekknum og setti Eden nokkurn Hazard inná fyrir Yannick Carrasco. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og gaf stoðsendingu á títtnefndan De Brunye sem kláraði listavel með snyrtilegu vinstri fótarskoti í nærhornið.

Danir gerðu sig líklega undir lokin til þess að jafna en það tókst ekki og 1-2 sigur Belga staðreynd.

Belgar eru þar með á toppi B-riðils með 6 stig en Danir eru á botninum með 0 stig.

Danmörk 1 – 2 Belgía
1-0 Poulsen (´2)
1-1 T. Hazard (´54)
1-2 De Bruyne (´70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu