fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

EM 2020: Dramatík er Holland vann Úkraínu í skemmtilegum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland vann Úkraínu í síðasta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í C-riðli mótsins. Leikið var í Amsterdam.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og opinn á báða bóga. Það mætti þó segja að Hollendingar hafi fengið aðeins betri marktækifæri. Þrátt fyrir mikið fjör var markalaust í hálfleik.

Mörkin létu þó sjá sig í seinni hálfleik. Gini Wijnaldum kom Hollandi yfir á 52. mínútu þegar hann lagði boltann í opið markið eftir að markvörður Úkraínu hafði slegið boltann út í teiginn.

Wout Weghorst tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með marki af stuttu færi. 2-0.

Það var svo eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Andriy Yarmolenko skoraði frábært mark fyrir Úkraínu og minnkaði muninn á 75. mínútu.

Það var með meðbyr með þeim eftir markið og þeir jöfnuðu á 79. mínútu. Þá skoraði Roman Yaremchuk eftir fyrirgjöf frá Ruslan Malinovsky. Mögnuð endurkoma.

Því miður fyrir Úkraínu dugði þetta ekki til. Hollendingar fundu sigurmark á 85. mínútu. Markið skoraði Denzel Dumfires með skalla eftir sendingu frá Nathan Ake. Lokatölur 3-2 fyrir Holland.

Með þessum liðum í C-riðli eru Austurríki og Norður Makedónía. Þau mættust fyrr í dag þar sem Austurríki vann 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“