fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

EM 2020: Dramatík er Holland vann Úkraínu í skemmtilegum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland vann Úkraínu í síðasta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í C-riðli mótsins. Leikið var í Amsterdam.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og opinn á báða bóga. Það mætti þó segja að Hollendingar hafi fengið aðeins betri marktækifæri. Þrátt fyrir mikið fjör var markalaust í hálfleik.

Mörkin létu þó sjá sig í seinni hálfleik. Gini Wijnaldum kom Hollandi yfir á 52. mínútu þegar hann lagði boltann í opið markið eftir að markvörður Úkraínu hafði slegið boltann út í teiginn.

Wout Weghorst tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með marki af stuttu færi. 2-0.

Það var svo eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Andriy Yarmolenko skoraði frábært mark fyrir Úkraínu og minnkaði muninn á 75. mínútu.

Það var með meðbyr með þeim eftir markið og þeir jöfnuðu á 79. mínútu. Þá skoraði Roman Yaremchuk eftir fyrirgjöf frá Ruslan Malinovsky. Mögnuð endurkoma.

Því miður fyrir Úkraínu dugði þetta ekki til. Hollendingar fundu sigurmark á 85. mínútu. Markið skoraði Denzel Dumfires með skalla eftir sendingu frá Nathan Ake. Lokatölur 3-2 fyrir Holland.

Með þessum liðum í C-riðli eru Austurríki og Norður Makedónía. Þau mættust fyrr í dag þar sem Austurríki vann 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið