fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

EM 2020: Dramatík er Holland vann Úkraínu í skemmtilegum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland vann Úkraínu í síðasta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í C-riðli mótsins. Leikið var í Amsterdam.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og opinn á báða bóga. Það mætti þó segja að Hollendingar hafi fengið aðeins betri marktækifæri. Þrátt fyrir mikið fjör var markalaust í hálfleik.

Mörkin létu þó sjá sig í seinni hálfleik. Gini Wijnaldum kom Hollandi yfir á 52. mínútu þegar hann lagði boltann í opið markið eftir að markvörður Úkraínu hafði slegið boltann út í teiginn.

Wout Weghorst tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með marki af stuttu færi. 2-0.

Það var svo eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Andriy Yarmolenko skoraði frábært mark fyrir Úkraínu og minnkaði muninn á 75. mínútu.

Það var með meðbyr með þeim eftir markið og þeir jöfnuðu á 79. mínútu. Þá skoraði Roman Yaremchuk eftir fyrirgjöf frá Ruslan Malinovsky. Mögnuð endurkoma.

Því miður fyrir Úkraínu dugði þetta ekki til. Hollendingar fundu sigurmark á 85. mínútu. Markið skoraði Denzel Dumfires með skalla eftir sendingu frá Nathan Ake. Lokatölur 3-2 fyrir Holland.

Með þessum liðum í C-riðli eru Austurríki og Norður Makedónía. Þau mættust fyrr í dag þar sem Austurríki vann 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson