fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

EM 2020: Dramatík er Holland vann Úkraínu í skemmtilegum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland vann Úkraínu í síðasta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í C-riðli mótsins. Leikið var í Amsterdam.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og opinn á báða bóga. Það mætti þó segja að Hollendingar hafi fengið aðeins betri marktækifæri. Þrátt fyrir mikið fjör var markalaust í hálfleik.

Mörkin létu þó sjá sig í seinni hálfleik. Gini Wijnaldum kom Hollandi yfir á 52. mínútu þegar hann lagði boltann í opið markið eftir að markvörður Úkraínu hafði slegið boltann út í teiginn.

Wout Weghorst tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með marki af stuttu færi. 2-0.

Það var svo eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Andriy Yarmolenko skoraði frábært mark fyrir Úkraínu og minnkaði muninn á 75. mínútu.

Það var með meðbyr með þeim eftir markið og þeir jöfnuðu á 79. mínútu. Þá skoraði Roman Yaremchuk eftir fyrirgjöf frá Ruslan Malinovsky. Mögnuð endurkoma.

Því miður fyrir Úkraínu dugði þetta ekki til. Hollendingar fundu sigurmark á 85. mínútu. Markið skoraði Denzel Dumfires með skalla eftir sendingu frá Nathan Ake. Lokatölur 3-2 fyrir Holland.

Með þessum liðum í C-riðli eru Austurríki og Norður Makedónía. Þau mættust fyrr í dag þar sem Austurríki vann 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt