fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

EM 2020: Dramatík er Holland vann Úkraínu í skemmtilegum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holland vann Úkraínu í síðasta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í C-riðli mótsins. Leikið var í Amsterdam.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og opinn á báða bóga. Það mætti þó segja að Hollendingar hafi fengið aðeins betri marktækifæri. Þrátt fyrir mikið fjör var markalaust í hálfleik.

Mörkin létu þó sjá sig í seinni hálfleik. Gini Wijnaldum kom Hollandi yfir á 52. mínútu þegar hann lagði boltann í opið markið eftir að markvörður Úkraínu hafði slegið boltann út í teiginn.

Wout Weghorst tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með marki af stuttu færi. 2-0.

Það var svo eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Andriy Yarmolenko skoraði frábært mark fyrir Úkraínu og minnkaði muninn á 75. mínútu.

Það var með meðbyr með þeim eftir markið og þeir jöfnuðu á 79. mínútu. Þá skoraði Roman Yaremchuk eftir fyrirgjöf frá Ruslan Malinovsky. Mögnuð endurkoma.

Því miður fyrir Úkraínu dugði þetta ekki til. Hollendingar fundu sigurmark á 85. mínútu. Markið skoraði Denzel Dumfires með skalla eftir sendingu frá Nathan Ake. Lokatölur 3-2 fyrir Holland.

Með þessum liðum í C-riðli eru Austurríki og Norður Makedónía. Þau mættust fyrr í dag þar sem Austurríki vann 3-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu