fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes hefur skrifað undir nýjan samning við West Ham og mun því stýra liðinu áfram. Þá mun Nuno Espirito Santo líklega taka við Everton. Fabrizio Romano greinir frá.

Moyes gerði frábæra hluti með West Ham á síðustu leiktíð og kom liðinu virkilega óvænt í Evrópudeildina. Hann var í kjölfarið orðaður við stjórastöðuna hjá sínu gamla félagi, Everton. Nú er hins vegar ljóst að svo verður ekki því hann hefur gert nýjan þriggja ára samning.

Nuno er líklegastur til að taka við sem stjóri Everton. Carlo Ancelotti hætti þar á dögunum til þess að taka við Real Madrid.

Nuno hefur stýrt Wolves við góðan orðstýr síðustu ár. Hann hætti þar í vor. Hann mun nú líklega verða yfirmaður Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina