fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Lið frá Ítalíu og Rússlandi bjóða í Brynjar Inga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 20:05

Brynjar Ingi Bjarnason með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tvö tilboð hafa borist erlendis frá í Brynjar Inga Bjarnason, miðvörð KA. Akureyri.net greinir frá þessu í kvöld.

Tilboðin sem um ræðir koma frá Ítalíu og Rússlandi. Ekki er sagt nánar frá því hver liðin eru.

Brynjar, sem er 21 árs gamall, lék sína fyrstu landsleiki í þessari viku gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Hann stóð sig virkilega vel og hefur nú vakið verðskuldaða athygli. Brynjar skoraði til að mynda glæsilegt mark gegn Pólverjum í dag.

Í frétt Akureyri.net kemur einnig fram að lið á Norðurlöndunum hafi spurst fyrir um hann. Engin tilboð eru komin þaðan enn.

Það er alveg ljóst að tilboðin verða fleiri, þá sérstaklega eftir frammistöðu Brynjars í leiknum í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga